Comments are off for this post

Ljósamessa 16. febrúar

Sunnudaginn 16. febrúar kl. 11 verður Ljósamessa í Vídalínskirkju. Ljósið verður þema í tónlist og hugvekju.
Kór Vídalínskirkju syngur um ljósið og flytur m.a nýtt lag eftir Valgeir Guðjónsson sem heitir ,,Kveiktu á ljósi” sem Gunnar Gunnarsson útsetti.
Gerður Bolladóttir syngur einsöng og Jóhann Baldvinsson leikur á orgelið.
Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir hugleiðir út frá ljóssins boðskap og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum.

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað og boðið er upp á messukaffi að stundinni lokinni.

Comments are closed.