Á sunnudaginn næsta verður fjölskylduguðsþjónusta klukkan 11 í Vídalínskirkju. Barnakórarnir munu syngja fyrir okkur en sr. Henning Emil og Matthildur æskulýðsfulltrúi leiða stundina ásamt Magnúsi Stephensen og kórstjórunum Davíð og Jóhönnu Guðrúnu. Eftir stundina verður kaffi og kleinur í safnaðarheimilinu.
Síðan klukkan 14 er messa í Garðakirkju. Félagar í kór Vídalínskirkju munu syngja undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organist en sr. Henning Emil prédikar.
Vertu velkomin.