Comments are off for this post

Vetrarstarf Kórs Vídalínskirkju

Vetrarstarf Kórs Vídalínskirkju hefst 4. september, en miðvikudagskvöldið 11. september verður áhugasömum boðið að koma og hlýða á opna kóræfingu kl. 19.30 í safnaðarheimili Vídalínskirkju. Á þeirri æfingu verður starf kórsins kynnt og boðið upp á léttar veitingar. Það er tilvalið að mæta á þessa æfingu, fylgjast með hvað verið er að æfa og spjalla við kórfélaga. E.t.v. vekur þetta áhuga þinn fyrir að vera með í kórstarfinu.

Þegar nálgast aðventu taka við æfingar á aðventu- og jólaefnisskrá fyrir tónleika, aðventuhátíð í desember og hátíðarmessur um jól og áramót, en Kór Vídalínskirkju hefur viðamiklu hlutverki að gegna í helgihaldi í Vídalíns- og Garðakirkju um jólin.

Eftir áramót förum við að undirbúa fermingar og páska, en á föstudaginn langa sér kórinn, eins og undanfarin ár, um föstudagskrá í Garðakirkju. 

Starfsárinu lýkur síðan að venju með vortónleikum og vorferð.

Það er ýmislegt framundan hjá Kór Vídalínskirkju og viljum við gjarna bæta við okkur fleira góðu fólki!Núna er því tækifæri fyrir söngelska karlmenn, og konur, að koma í frábæran kór og góðan félagsskap, þar sem vetrarstarfið er að hefjast. Ekki láta þetta tækifæri, að syngja í góðum kór, fram hjá ykkur fara og hafið samband við kórstjórann Jóhann Baldvinsson í síma 899 9508, sendið línu á johannba@gardasokn.is eða mætið á opnu æfinguna 12. september.

Comments are closed.