Comments are off for this post

Sr. Friðrik kveður í messu í Vídalínskirkju 23. september

Á þessu hausti eru mikil tímamót í starfi Þjóðkirkjunnar í Garðabæ. Sr. Friðrik J. Hjartar, sem hefur sinnt prestsþjónustu frá árinu 1999, lætur af störfum að eigin ósk.
Sr. Friðrik mun predika í kveðjumessu í Vídalínskirkju sunnudaginn 23. september kl. 11.00. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar fyrir altari ásamt sr. Hans Guðberg Alfreðssyni og djáknunum Helgu Björku Jónsdóttur og Margréti Gunnarsdóttur.
Kór Vídalínskirkju syngur, Hallfríður Ólafsdóttir leikur á flautu, Erla Björg Káradóttir syngur einsöng og organisti verður Jóhann Baldvinsson.
Sunnudagaskólinn verður eins og venjulega í safnaðarheimilinu á sama tíma.
Eftir messuna verður kaffisamsæti í safnaðarheimilinu.

Allir velkomnir!

https://www.facebook.com/events/448607815661722/

Comments are closed.