Comments are off for this post

Tónleikaferðalag Kórs Vídalínskirkju um Snæfellsnes

Helgina 12.-13. maí fór Kór Vídalínskirkju í vel heppnaða kórferð um Snæfellsnes. Sungið á ljúfmetismarkaði við höfnina í Stykkishólmi, á tónleikum í Stykkishólmskirkju og á öllum viðkomustöðum á bakaleiðinni. Hér eru nokkrar myndir úr ferðinni.

Á ljúfmetismarkaðnum við höfnina á Stykkishólmi á laugardag bauð matreiðslufólk gestum og gangandi að smakka á heimatilbúnum matvælum og þar söng kórinn nokkur sumarlög við góðar undirtektir. Haft var á orði að þar með hafi sumarið komið í Hólminn og góða veðrið fylgdi okkur síðan það sem eftir var ferðarinnar!
Kl. 16 söng kórinn síðan á tónleikum í Stykkishólmskirkju. Tónleikarnir voru nefndir Ave María sem á einkar vel við í kirkjunni því þar er altaristaflan af Maríu Guðsmóður með Jesúbarnið. Tónleikarnir tókust vel og var óskað eftir aukalagi eftir að tónleikunum lauk. Þess skal getið að Kór Vídalínskirkju syngur sömu efnisskrá í Vídalínskirkju 16. maí kl. 20 í Vídalínskirkju og fær þá til liðs við sig sópransöngkonuna Erlu Björgu Káradóttur og organistann Guðmund Sigurðsson, en stjórnandi verður Jóhann Baldvinsson.
Á heimleiðinni á sunnudag var farið fyrir Snæfellsnes og stoppað á nokkrum stöðum. Alls staðar var sungið fyrir aðra ferðalanga! En sjón er sögu ríkari og hér fyrir neðan eru nokkrar myndir úr ferðinni.

Comments are closed.