Í 10 ár hefur konudagurinn verið haldin alveg sérlega hátíðlegur í Vídalínskirkju. Þá er alltaf mikil tónlist og magnaðar ræðukonur. Á síðasta ári talaði Eliza Reed forsetafrú, en í ár var það Lilja D.Alfreðsdóttir mennta-menningamálaráðherra sem flutti frábæra ræðu á sunnudaginn var. Guðsþjónustunni hefur alltaf verið útvarpað og á eftir hafa félagar í Lionsklúbbum Garðabæjar undirbúið stórveislu í safnaðarheimilinu. Þá hefur verið í safnaðarheimilinu tískusýning frá versluninni Ilse Jacobsen á Garðatorgi þar sem hægt er að finna gleðina í vortískunni og hækkandi sól. Það eru 60-70 manns sem undirbúa þennan dag í kirkjunni og flestir í sjálfboðinni þjónustu sem er alveg stórkostlegt.