Comments are off for this post

Messa á sunnudaginn næstkomandi

Safnaðarstarfið er hafið á nýju ári og hefur dagskráin fram í sumarlok verið borin í hvert hús.

Á sunnudaginn kl. 11.00 er messa og sunnudagaskóli í Vídalínskirkju. Sr. Friðrik J. Hjartar prédikar og þjónar ásamt félögum úr Kór Vídalínskirkju, organistanum Jóhanni Baldvinssyni og messuþjónum.

Leiðtogar sunnudagaskólans annast börnin.

Molasopi og djús eftir messu.

Á þriðjudag er kyrrðarstund og súpa í hádeginu sem fylgt er eftir með Opnu húsi eldri borgara.

Sjáumst í kirkjunni!

Comments are closed.