Comments are off for this post

Aðventuhátíð Garðasóknar 2017

Árleg aðventuhátíð Garðasóknar verður í Vídalínskirkju sunnudaginn 10. desember kl. 17.00.
Guðrún Elín Herbertsdóttir bæjarfulltrúi flytur hugleiðingu, Hallveig Rúnarsdóttir, sópran, syngur, Emilía Rós Sigfúsdóttir leikur á flautu, Guðmundur Sigurðsson verður organisti, Kór Vídalínskirkju syngur og tónlistinni stjórnar Jóhann Baldvinsson kórstjóri.
Það er löng hefð fyrir aðventuhátíð, eða aðventukvöldi, í Vídalínskirkju. Kór Vídalínskirkju og organisti hafa borið hitann og þungann af þessum stundum og þá hefur fjöldi tónlistarfólks einnig tekið þátt auk þess sem á hverju ári er flutt hugleiðing.
Að þessu sinni flytur Guðrún Elín Herbertsdóttir bæjarfulltrúi hugleiðinguna og Kór Vídalínskirkju fær til liðs við sig úrvals tónlistarfólk. Hallveig Rúnarsdóttir, sópran, syngur með kórnum en auk þess leikur Emilía Rós Sigfúsdóttir á flautu og Guðmundur Sigurðsson, fyrrum organisti Vídalínskirkju, leikur á orgel, en tónlistinni stjórnar Jóhann Baldvinsson kórstjóri.
Tónlistin sem flutt verður er mjög fjölbreytt innlend og erlend aðventu- og jólalög. Meðal annars verður frumfluttur texti eftir einn kórfélaga og sunginn texti eftir tvo aðra og loks flutt lag eftir kórfélaga. Kirkjugestir fá einnig að syngja með og Friðrik J. Hjartar leiðir stundina.
Boðið verður upp á súkkulaði með rjóma og piparkökur í safnaðarheimilinu að lokinni dagskrá í kirkjunni.
Það eru allir velkomnir á aðventuhátíð Garðasóknar í Vídalínskirkju 10. desember kl. 17.00.

Comments are closed.