Comments are off for this post

Söfnun fyrir Hjálparstarf kirkjunnar

Kæru bæjarbúar, í þessari viku munu fermingarbörnin í Garðabæ ganga í hús og safna peningum fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. Fermingarbörnin okkar hafa í gegnum árin safnað milljónum króna sem hafa verið sett í vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar. Þau fá fræðslu um mikilvægi þess að allir hafi hreint vatn til að vinna gegn sjúkdómum og líka hvernig vatnsbrunnar auka líkur ungra stúlkna til að komast í skóla. Þá þurfa þær ekki að ganga marga klukkutíma á dag eftir vatni og hafa tíma til að setjast á skólabekk. Við biðjum ykkur að taka vel á móti unga fólkinu okkar og gleðjast yfir framlagi þeirra til að breyta heiminum.

 

http://www.help.is/

 

Comments are closed.