Comments are off for this post

Guðsþjónusta 10. september – fermingarbörn 2018

Við bjóðum fermingarbörn vorsins 2018 ásamt foreldrum sérstaklega velkomin til okkar í guðsþjónustu næsta sunnudag  10.september kl.11.  Eftir athöfnina verður farið yfir mikilvæg atriði varðandi fermingarstörfin og kynnt nýtt fermingarefni.

Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir predikar og  þjónar fyrir altari.  Félagar í kór Vídalínskirkju syngja undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista.

Félagar úr Lionsklúbbum Garðabæjar bera fram súpu í safnaðarheimilinu að athöfn lokinni.

Að sjálfsögðu verður sunnudagaskólinn á sínum stað í safnaðarheimilinu þar sem gleðin ræður ríkjum með nýju barnaefni og nýju sunnudagaskólalagi.  Allir velkomnir.

Comments are closed.